Sjávarútvegsráðstefnan 2019 verður haldin í Hörpu dagana 7.-8. nóvember.

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2019
Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2019 verða 18 málstofur og í þeim verða flutt um 100 erindi. Það sem tekið verður fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2019 er m.a.: auðlindin, veiðar, vinnsla, umhverfismál, rannsóknir- og þróun, eftirlit, sala og markaðssetning þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Nemendakynningar frá fimm háskólum
Í fyrsta skipti erum við nú með kynningar á nemendaverkefnum úr sjávarútvegstengdu námi. Tæplega 20 nemar kynna sín verkefni og koma þeir frá Háskóla Íslands, Háskólasetri Vestfjarða, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Reykjavíkur og Háskólinn á Hólum. Kynningar nema ná yfir lífríki sjávar, veiðar á ljósátu, uppboðskerfi fiskmarkaða, nokkrar kynningar um vinnslu, kynjahalla í stjórnendastöðum í sjávarútvegi, markaðsmál og margt fleira.

Íslenskur sjávarútvegur – Hvar verðum við eftir 20 ár?
Í opnunarmálstofu Sjávarútvegsráðstefnunnar verður farið yfir stöðu sjávarútvegs og hvernig hann mun hugsanlega þróast á næstu 20 árum. Í því samhengi má benda á að hátæknifyrirtækið Valka var t.d. ekki til fyrir 20 árum. Hvað þarf til af hálfu hagsmunaaðila og þar með opinberra aðila til að beina þróuninni í jákvæðan farveg með tilliti til afkomu sjávarútvegs, samkeppnishæfni, útflutningstekna og hagsældar þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið til fyrirmyndar í alþjóðlegu samhengi. Hvernig getum við viðhaldið þeirri stöðu eða styrkt? Horft verður á væntanlega þróun hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, þjónustuiðnaðinum og stjórnun auðlindanna.

Skráning
Skráning á Sjávarútvegsráðstefnuna 2019 hefst seinni hluta þessa mánaðar.