Sjávarútvegsráðstefnan 2019 er tíunda ráðstefna vettvangsins. Stuðningur styrktaraðila hefur gefið okkur kost á að halda ráðstefnugjöldum í hófi og ná því markmiði að fá 700-800 manns á Sjávarútvegsrástefnuna á síðustu árum. Sjávarútvegsráðstefnan er stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í sjávarútvegi. Við óskum eftir áframhaldandi góðu samstarfi og að þið hafið einnig verulegan ávinning að vera styrktaraðili Sjávarútvegsráðstefnunnar.
GULL samstarfsaðili 900.000 kr + VSK.
Ávinningur styrktaraðila:
- Boðsmiðar: Aðgöngumiðar inn á ráðstefnuna fyrir 10 manns og innifalið eru allar veitingar og ráðstefnugögn.
- Logo fyrirtækis áberandi á forsíðu dagskrá, ráðstefnuheftis, ráðstefnuvef, fréttabréfum og auglýsingum. Logo fyrirtækisins ásamt logo annarra GULL styrktaraðila verður varpað á tjald í ráðstefnusal áður en hún hefst, meðan panel stendur yfir og í kaffi og matartímum. Jafnframt á öllum skjáum með dagskrá framan við ráðstefnusali og á öllum barmmerkjum þátttakenda.
- Auglýsing/kynning: Eina blaðsíðu í ráðstefnuhefti (210 × 297mm) til kynningar á sínu fyrirtæki eða auglýsingu.
- Sýningarrými (4 x 2 m) á besta stað í Flóa þar sem veitingar eru eða minni básar á fyrstu og annarri hæð.
Viðmiðið er að aðeins einn úr hverri þjónustugrein sjávarútvegs sé Gull styrktaraðili: banki, flutningsfyrirtæki, tækjaframleiðendi með fiskvinnubúnað eða veiðarfæri, tryggingarfélag, útflytjandi fiskafurða, samtök o.s.frv.
SILFUR samstarfsaðili 325.000 kr +VSK.
Ávinningur styrktaraðila:
- Boðsmiðar: Aðgöngumiðar inn á ráðstefnuna fyrir 6 manns og innifalið eru allar veitingar og ráðstefnugögn.
- Logo fyrirtækis á vefsíðu ráðstefnu, bakhlið ráðstefnuheftis og einnig dagskrá sem verður að finna á vef ráðstefnunnar.
- Sýningarrými: (3 x 2 m) í Flóa þar sem veitingar eru.
- Auglýsing/kynning: Hálfa blaðsíðu í ráðstefnuhefti (210 × 148 mm – liggjandi) til kynningar á sínu fyrirtæki eða auglýsingu.
BRONS samstarfsaðili 200.000 kr + VSK.
Ávinningur styrktaraðila:
- Boðsmiðar: Aðgöngumiðar inn á ráðstefnuna fyrir tvo og innifalið eru allar veitingar og ráðstefnugögn.
- Logo fyrirtækis á vefsíðu ráðstefnu, bakhlið ráðstefnuheftis og einnig dagskrá sem verður að finna á vef ráðstefnunnar.
- Sýningarrými: (2 x 2 m) í Flóa þar sem veitingar eru.
Keypt erindi 100.000 kr + VSK.
- Boðsmiðar: Aðgöngumiðar inn á ráðstefnuna fyrir einn og innifalið eru allar veitingar og ráðstefnugögn.
- Erindi: Hér er markmiðið að gefa þjónustuaðilum sjávarsútvegs möguleika á að kynna vöru og þjónustu sem fyrirhugað er að markaðssetja eða er nýlega byrjað að selja. Gert er ráð fyrir 10 mín erindi.
Styrktaraðili – Sjávarútvegsfyrirtæki 250.000 kr + VSK.
Ávinningur styrktaraðila:
- Logo fyrirtækis á vefsíðu ráðstefnu, bakhlið ráðstefnuheftis og einnig dagskrá sem verður að finna á vef ráðstefnunnar.
- Boðsmiðar: Aðgöngumiðar inn á ráðstefnuna fyrir 10 manns og innifalið eru allar veitingar og ráðstefnugögn.